Markmið 13: Aðgerðir í loftslagsmálum

"Loftslagsbreytingar eru alþjóðleg áskorun sem snertir alla, allstaðar."

Í dag:
Magn gróðurhúsalofttegunda heldur áfram að aukast og loftslagsbreytingar gerast hraðar en búist var við. Áhrif loftslagsbreytinga eru sýnileg um allan heim. Heimsmeðalhitinn hefur hækkað um 1°C frá tímanum fyrir iðnað, og sjávarborðið heldur áfram að hækka. Fátækustu löndin verða verst úti. Lönd hafa lagt fram lækkunaráætlanir en þær eru ekki nægjanlegar.


Hvað þarf til?

Loftslagsbreytingar eru alþjóðlegt vandamál og þekkja engin landamæri. Mikilvægt er að takmarka hækkun meðalhita við 1,5° C ef heimurinn vill forðast hörmulegar afleiðingar í framtíðinni. Við þurfum að finna alþjóðlegar lausnir á ýmsum sviðum. Auk þess að draga úr losun og ná og geyma CO2  verður að fjárfesta meira í endurnýjanlegri orku, nýjum iðnkerfum og breytingum á innviðum. Að auki verðum við að fjárfesta í að vernda, laga og takmarka umfang tjónsins.

Hvað gerir IDÉ House of Brands?

Eflir getu einstaklinga og fyrirtækja til að vinna gegn, aðlaga og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga, auk þess að efla þekkingu og vitund um þetta með því að einbeita sér að umhverfinu í samskiptum okkar. 

  • Hvetur til gæða umfram magn - minni neysla 
  • Framleiðir vörur úr umhverfisvænni efnum
  • Gerir umhverfisreikninga
  • Notar endurnýjalega orku þar sem því verður við komið
  • Hefur áhrif á innkaupsferlið þannig að viðskiptavinir séu snemma í því til að forðast flugfrakt.
  • Dregur úr óþarfa notkun efna sem eru skaðleg umhverfinu
  • Endurnýtum þegar við getum 
  • Endurvinnum