Markmið 8: Góð atvinna og hagvöxtur
Um helmingur jarðarbúa þénar svo lítið að þeir geta ekki lifað af launum sínum.
Að skapa góð störf er stór áskörun fyrir öll lönd fyrir 2030.
Hvað þarf að gera?
Til að uppræta fátækt og berjast gegn ójöfnuði í heiminum verða allir að hafa vinnu.
Til að svo megi verða þurfum við að búa til sanngjarnan hagvöxt og ný störf.
Þetta þýðir að við þurfum að hafa ungt fólk með á vinnumarkaðinum, tryggja stöðugt og öruggt atvinnulíf, gera það auðveldra fyrir konur að fá vinnu og draga úr óformlegri og svartri atvinnu.
Hvað gerir IDÉ House of Brands?What does IDÉ House of Brands do?
Við teljum að ábyrg innkaupastefna sé mikilvægasta verkfærið okkar til að berjast fyrir markmiði 8. Við aðlögum innkaupavenjur okkar þannig að við eflum möguleika samstarfsaðila okkar til að uppfylla þær kröfur sem við setjum í siðareglur okkar. Innkaupadeildin okkar vinnur stöðugt í því að koma á langtímasamböndum við samstarfsaðilia sem eru viljugir og hafa getu til að vinna að jákvæðri þróun í aðfangakeðjunni. Til viðbótar við þetta vinnum við náið með IEH, Ethical Trade Initiative Norway, og vinnum sakvæmt þeim skuldbindingum sem það samstarf felur í sér.